Liverpool varð að sætta sig við jafntefli, 2:2, gegn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Liverpool situr því áfram í 7. sæti deildarinnar og er með 19 stig eftir 12 leiki.
Birmingham er áfram í 15. sætinu en er nú með 12 stig.
David Ngog kom Liverpool yfir á 13. mínútu með þrumuskoti af stuttu færi eftir góða sókn og skothríð að marki Birmingham, 1:0.
Christian Benítez jafnaði fyrir Birmingham á 26. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu, 1:1.
Cameron Jerome skoraði fyrir Birmingham þegar komið var framá þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks, með miklum þrumufleyg af 30 metra færi, 1:2.
David Ngog krækti í vítaspyrnu á 70. mínútu þegar hann féll í návígi við Lee Carsley. Í endursýningu sjónvarps var ekki mikla, ef nokkra snertingu að sjá, enda mótmæltu Carsley og félagar hans harðlega og bæði hann og Ngog fengu gula spjaldið eftir hörð orðaskipti. Steven Gerrard skoraði örugglega úr vítaspyrnunni, 2:2.
Þrátt fyrir nær látlausa sókn náði Liverpool ekki að knýja fram sigur og tapaði tveimur dýrmætum stigum í viðbót.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Benayoun, Riera, Ngog.
Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Gerrard, Kyrgiakos, Babel, Spearing, Darby.
Birmingham: Hart, Carr, Roger Johnson, Dann, Ridgewell, Larsson, Bowyer, Tainio, McFadden, Benitez, Jerome.
Varamenn: Maik Taylor, Phillips, Espinoza, McSheffrey, Queudrue, Carsley, Vignal.