Gustavo Poyet var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Brighton í stað Russell Slade sem var látinn poka sinn hjá félaginu fyrir 10 dögum síðan.
Poyet, sem er 41 árs gamall Úrúgvæi og lék með Chelsea og Tottenham á árum áður, var aðstoðarstjóri hjá Tottenham en var látinn fara þegar Juando Ramos var rekinn úr starfi í október í fyrra.
Samningur Poyet gildir út næstu leiktíð og hans aðstoðarmaður verður Mauricio Tarrico en saman léku þeir með Tottenham. Brighton er í 21. sæti í 2. deildinni.