Staðfesta brottrekstur Ferguson

Feðgarnir Sir Alex og Darren Ferguson.
Feðgarnir Sir Alex og Darren Ferguson. Reuters

Enska 1. deildarliðið Peterborough hefur loks staðfest að knattspyrnustjóranum Darren Ferguson, syni Sir Alex Ferguson, hafi verið vikið frá störfum hjá félaginu. Forráðamenn Peterborough voru þögulir sem gröfin í gær þegar út spurðist að Ferguson hefði fengið reisupassann en liðið situr á botni 1. deildarinnar.

Barry Fry yfirmaður knattspyrnumála hjá Peterborough staðfesti í samtali við enska fjölmiðla í morgun að Ferguson hefði verið látinn hætta en hann hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár. Undir hans stjórn vann Peterborough sig upp um tvær deildir á tveimur árum og í sumar var gerður við hann nýr fjögurra ára samningur.

Steve Coppell, Peter Taylor og Chris Wilder, stjóri Oxford, eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Peterborough.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert