Benítez sagður hafa augastað á Pavlyuchenko

Benítez leitar að liðsstyrk.
Benítez leitar að liðsstyrk. Reuters

Ef marka má frétt breska blaðsins Daily Mirror í dag hefur Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool augastað á rússneska framherjanum Roman Pavlyuchenko sem í gær lét hafa eftir sér í rússnesku blaði að hann ætlaði að krefjast þess að vera seldur frá Tottenham í janúar.

Benítez er sagður hafa í hyggju að fá Rússann að láni en Fernando Torres helsti framherji Liverpool-liðsins hefur gengið illa að hrista af sér meiðsli og ekki útiokað að hann neyðist til að fara í uppskurð til að fá bót meina sinna.

Pavlyuchenko  27 ára gamall og Tottenham greiddi Spartak Moskva heilar 14 milljónir punda fyrir hann í ágúst á síðasta ári. Hann hefur fá tækifæri fengið undir stjórn Harry Redknapp en fyrir hjá Lundúnaliðinu eru þrír öflugir framherjar, Robbie Keane, Jermain Defoe og Peter Crouch.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert