Ef marka má frétt breska blaðsins Daily Mirror í dag hefur Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool augastað á rússneska framherjanum Roman Pavlyuchenko sem í gær lét hafa eftir sér í rússnesku blaði að hann ætlaði að krefjast þess að vera seldur frá Tottenham í janúar.
Benítez er sagður hafa í hyggju að fá Rússann að láni en Fernando Torres helsti framherji Liverpool-liðsins hefur gengið illa að hrista af sér meiðsli og ekki útiokað að hann neyðist til að fara í uppskurð til að fá bót meina sinna.
Pavlyuchenko 27 ára gamall og Tottenham greiddi Spartak Moskva heilar 14 milljónir punda fyrir hann í ágúst á síðasta ári. Hann hefur fá tækifæri fengið undir stjórn Harry Redknapp en fyrir hjá Lundúnaliðinu eru þrír öflugir framherjar, Robbie Keane, Jermain Defoe og Peter Crouch.