Framtíð enska knattspyrnumannsins Daris Vassell í Tyrklandi er í óvissu eftir að honum var skipað af yfirgefa hótelið sem hann hefur dvalið á síðustu mánuðina. Vassell gekk í raðir tyrkneska liðsins Ankaragucu í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City.
Forráðamenn hótelsins vísuðu honum á dyr og er ástæðan fyrir því að félagið neitaði að greiða reikninga hans. Vassell, sem er 29 ára gamall og hefur leikið með enska landsliðinu, veit ekki sitt rjúkandi ráð og íhugar að snúa heim til Englands.
,,Ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði Vassell í viðtali við fréttavef Sky í dag. ,,Mér var sagt í dag að ég yrði að yfirgefa hótelið. Ég spurði framkvæmdastjóra hótelsins hvort ég hafi gert eitthvað af mér? Hótelstjórinn sagi nei, þú gerðir ekkert rangt, en hótelstjórinn átti fund með mönnum frá Ankaragucu og í kjölfarið var Vassell vísað á dyr.