Sex vikna fjarvera hjá van Persie

Robin van Persie borinn af velli í Pescara.
Robin van Persie borinn af velli í Pescara. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur gefið út að reiknað sé með því að hollenski framherjinn Robin van Persie verði frá keppni í sex vikur vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum við Ítalíu á laugardagskvöldið.

Samkvæmt því ætti van Persie að geta byrjað að spila á ný strax eftir áramótin, sem eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal því forráðamenn hollenska knattspyrnusambandsins sögðust um helgina reikna með því að hann yrði frá keppni í nokkra mánuði.

Van Persie var borinn af velli eftir aðeins 16 mínútna leik í Pescara eftir harkalega tæklingu frá ítölskum varnarmanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert