Benítez: Hætti ef Torres verður seldur

Rafael Benítez og Fernando Torres.
Rafael Benítez og Fernando Torres. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef félagið myndi selja Fernando Torres, spænska framherjann, til að grynnka á skuldum sínum myndi hann hætta störfum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Benítez í enska dagblaðinu The Times í dag. „Ég er sannfærður um að hann verður aldrei seldur. Ef það gerist, þá segi ég upp," sagði Benítez og kveðst ákveðinn í að skilja við Liverpool sem sigurlið þegar þar að kemur.

„Fólk hefur áhyggjur af gengi okkar en liðið mun bæta sig. Þegar lykilmenn okkar spila stöndumst við öllum snúning. Það höfum við sannað áður," sagði Benítez meðal annars.

Greinin í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert