Liverpool og Manchester City skildu jöfn, 2:2, í hörkuleik sem var að ljúka á Anfield. Fyrri hálfleikur var markalaus og daufur en síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun þar sem fjögur mörk litu dagsins ljós. Martin Skrtel og Yossi Benayoun gerðu mörkin fyrir Liverpool en Emmanuel Adebayor og Steven Ireland fyrir City, sem gerði sitt sjötta jafntefli í röð.
90. Leik lokið.
76. MARK!! Yossi Benayoung var ekki lengi að að jafna metin fyrir heimamenn. Ísraelsmaðurinn skoraði af stuttu færi á meðan City-menn voru enn að fagna.
75. MARK!! City er komið í 2:1. Steven Ireland skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Shaun-Wright Phillipps.
69.MARK!! Emmanuel Adebayor jafnar metin með skalla eftir hornspyrnu frá Craig Bellamy.
49.MARK!! Slóvakinn Martin Skrtel skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu hjá Steven Gerrard. Fyrsta mark slóvenska varnarmannsins fyrir Liverpool staðreynd.
45. Hálfleikur á Anfield, 0:0. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað og fátt um fína drætti. Liverpool hefur ráðið ferðinni nær allan tímann en hefur ekki náð að brjóta á bak aftur fjölmennan varnarmúr City-manna.
Liverpool hefur þurft að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrsta stundarfjórðungnum. Daniel Agger og Ryan Babel urðu báðir fyrir meiðslum og Kyrgiakos og Yossi Benayoun leystu þá af hólmi.
5. Shay Given með heimsklassamarkvörslu þegar hann varði fasta kollspyrnu frá Martin Skrtel eftir frábæra aukaspyrnu frá Steven Gerrard.