Ferguson: Nauðsynlegt að komast á gott skrið

Darren Fletcher fagnað eftir glæsimark hans gegn Everton.
Darren Fletcher fagnað eftir glæsimark hans gegn Everton. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að  lið sitt verði að meðhöndla alla leiki á þann hátt að það verði að vinna til að setja pressu á Chelsea en Lundúnaliðið hefur fimm stiga forskot á Englandsmeistarana. Chelsea skellti Wolves, 4:0, og United vann sinn stærsta sigur frá því í ágúst þegar það lagði Everton að velli, 3:0.

,,Við verðum að horfa á alla leiki á þann hátt að við verðum að vinna þá.  Það er nauðsynlegt fyrir okkur að komast á gott skrið og vera nálægt toppsætinu um áramótin. Á seinni hluta tímabilsins verðum við svo að halda okkar striki og gefa okkur sjálfum þar með möguleika á að fara alla leið,“ sagði Ferguson eftir leikinn gegn Everton.

Patrice Evra; ,,Þetta var góður sigur. Þetta var ekki auðvelt gegn liði eins og Everton. Við gerðum út um leikinn með öðru markinu. Það er aldrei auðvelt að spila eftir landsleikjatörn. Það er þreyta í mönnum en mér fannst liðið spila af mikilli reynslu. Við erum fimm stigum á eftir Chelsea og nú verðum við bara að vinna hvern einasta leik sem eftir er. Okkur langar virkilega að vinna titilinn fjórða árið í röð,“ sagði franski bakvörðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert