Benítez: Töpuðum þessu á Anfield

Rafael Benítez var brosmildur þegar hann mætti til leiks í …
Rafael Benítez var brosmildur þegar hann mætti til leiks í Ungverjalandi í kvöld. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn gegn Debrecen í Ungverjalandi í kvöld að það hefði verið heimaleikurinn gegn Lyon sem gerði útslagið um að lið hans komst ekki áfram í Meistaradeild Evrópu.

„Það voru mörkin tvö sem Lyon skoraði hjá okkur á Anfield sem réðu úrslitum. Við höfum ekki haft heppnina með okkur vegna mikilla meiðsla," sagði Benítez við fréttamenn í leikslok. Liverpool tapaði umræddum leik gegn Lyon, 1:2.

Liverpool vann, 1:0, í kvöld en það dugði ekki því Fiorentina vann Lyon á meðan, 1:0, í Flórens. Möguleikar Liverpool fólust í því að Fiorentina næði ekki að vinna leikinn og þyrfti þá að fara í hreinan úrslitaleik á Anfield í lokaumferðinni.

Fiorentina og Lyon eru komin áfram úr riðlinum og fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en Liverpool heldur áfram keppni í Evrópudeild UEFA í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert