Sir Alex Fergson kann aldrei vel við að tapa leikjum en hann sagðist hafa séð margt jákvætt við leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Besiktas, 0:1, á Old Trafford í gær. Þar með féll heimaleikjavígi United en fyrir leikinn hafði liðið ekki tapað 24 heimaleikjum í röð í Meistaradeildinni eða frá því það tapaði fyrir AC Milan árið 2005.
,,Auðvitað er ég vonsvikinn en ég sá líka margt jákvætt. Þessi leikur var tækifæri fyrir nokkra yngri leikmenn okkar og ég var ekki fyrir vonbrigðum með þá. Obertan er 20 ára, Welbeck 19 ára og Macheda 18. Allir sýndu þeir hæfileika sína og að spila í leikjum sem veitir þeim hvatningu til að bæta sig. Þeir sýndu að þeir fá það tækifæri hjá félaginu,“ sagði Sir Alex Ferguson, sem hvíldi margar af stórstjörnum sínum í leiknum.
Ferguson er á því að United hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra var keyrður niður í vítateignum.
,,Þetta var klár vítaspyrna. Það er engin spurning um það. Varnarmennirnir horfðu ekki einu sinni á boltan. Þeir horfð bara á Evra og hindruðu hann.“