Ívar hafnaði tilboði frá Reading

Ívar Ingimarsson leiðir sína menn í Reading inná völlinn.
Ívar Ingimarsson leiðir sína menn í Reading inná völlinn. www.readingfc.co.uk

Ívar Ingimarsson fyrirliði enska 1. deildarliðsins Reading hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu en núgildandi samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður Ívars staðfesti í samtali við mbl.is í dag að Ívar hefði hafnað tilboði Reading og sagði hann jafnframt að fyrirspurnir hafi borist í Ívar frá öðrum liðum. Frá og áramótum verður Ívari frjálst að ræða við önnur lið en sem kunnugt er leika þrír Íslendingar með liðinu, Ívar, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.

Ívar, sem er 32 ára gamall, hefur leikið með Reading frá árinu 2003 en hann kom til liðsins frá Wolves og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu undanfarin ár. Hann var skipaður fyrirliði Reading í haust en Ívar er nýlega byrjaður að spila aftur eftir aðgerð sem hann gekkst undir í janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert