Chelsea með sitt sterkasta lið á Emirates

Florent Malouda og Didier Drogba fagna einu af mörgum mörkum …
Florent Malouda og Didier Drogba fagna einu af mörgum mörkum á tímabilinu. Reuters

Chelsea getur teflt fram sínu sterkasta liði í leiknum gegn Arsenal en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni á Emirates Stadium á sunnudaginn. Eina spurningamerkið var Frank Lampard en Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, greindi frá því í dag að miðjumaðurinn sterki væri búinn að ná sér af meiðslum og væri klár í stórslaginn.

,,Þetta er ekki úrslitaleikur fyrir Chelsea eða Arsenal. Þetta er mikilvægur leikur. Arsenal vill vinna hann og Chelsea líka en leikurinn hefur enga úrslitaáhrif fyrir titilbaráttuna,“ sagði Ancelotti við fréttamenn í dag en lið hans hefur fimm stiga forskot á Manchester United í toppsæti deildarinnar og er átta stigum á undan Arsenal.

,,Lið Arsenal er er mjög gott. Það hefur spilað vel og mér líkar vel leikstíll liðsins. Það spilar öflugan sóknarleik og leikurinn verður góður prófsteinn á okkar lið,“ sagði Ítalinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert