Fimm bestu handboltamörkin (myndband)

Maradona skorar frægasta handboltamarkið með hönd guðs eins og hann …
Maradona skorar frægasta handboltamarkið með hönd guðs eins og hann orðaði það eftir leikinn. Reuters

Markið sem Frakkar skoruðu gegn Írum þegar Thierry Henry handlék boltann áður en hann sendi boltann á William Gallas er eitt af mörgum frægum ,,handboltamörkum" sem skoruð hafa verið. Frægasta markið án efa er þegar Maradona skoraði gegn Englendingum í úrslitakeppni HM í Mexíkó árið 1986.

Maradona lýsti markinu á þann veg að hann hefði skorað það með ,,hönd Guðs“ en Argentínumenn slógu Englendinga út í 8-liða úrslitunum með 2:1 sigri og skoraði Maradona bæði mörk Argentínumanna.

Nú er búið að safna saman fimm ,,bestu handboltamörkunum“. Sjón er sögu ríkari.

Sjá mörkin hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert