Markið sem Frakkar skoruðu gegn Írum þegar Thierry Henry handlék boltann áður en hann sendi boltann á William Gallas er eitt af mörgum frægum ,,handboltamörkum" sem skoruð hafa verið. Frægasta markið án efa er þegar Maradona skoraði gegn Englendingum í úrslitakeppni HM í Mexíkó árið 1986.
Maradona lýsti markinu á þann veg að hann hefði skorað það með ,,hönd Guðs“ en Argentínumenn slógu Englendinga út í 8-liða úrslitunum með 2:1 sigri og skoraði Maradona bæði mörk Argentínumanna.
Nú er búið að safna saman fimm ,,bestu handboltamörkunum“. Sjón er sögu ríkari.