„Það er geggjað að vera kominn í baráttuna aftur og fá tækifæri til að reyna að gera eitthvað í málunum inni á vellinum í stað þess að geta ekki gert neitt,“ sagði Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, við Morgunblaðið í gær.
Hermann er mættur til leiks á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla en Eyjamaðurinn spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu um síðustu helgi þegar Portsmouth tapaði fyrir Stoke. Í dag verða Hermann og félagar í eldlínunni á heimavelli sínum, Fratton Park, en þá fá þeir sjálfa Englandsmeistarana í Manchester United í heimsókn í úrvalsdeildinni.
Sjá nánar viðtal við Hermann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.