Chelsea með stórsigur á Emirates

Didier Drogba kom Chelsea yfir og á hér í höggi …
Didier Drogba kom Chelsea yfir og á hér í höggi við Bacary Sagna hjá Arsenal í leiknum í dag. Reuters

Chelsea vann mjög sannfærandi útisigur á Arsenal, 3:0, í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fór á Emirates leikvanginum í London í dag.

Chelsea náði forystunni á 41. mínútu. Ashley Cole sendi þá boltann fyrir markið frá vinstri og á markteignum stýrði Didier Drogba honum uppí vinstra markhornið, í slána, stöngina og inn, 0:1.

Chelsea styrkti enn stöðu sína á 45. mínútu. Cole var aftur á ferð og sendi fyrir markið frá vinstri og við stöngina nær reyndi Thomas Vermaelen að hreinsa frá en sendi boltann slysalega í eigið mark, 0:2.

Drogba var aftur á ferð á 86. mínútu þegar hann innsiglaði sigur Chelsea með glæsilegu marki,  beint úr aukaspyrnu, 0:3.

Chelsea er með 36 stig á toppnum, fimm stigum meira en Manchester United. Arsenal er með 25 stig í fjórða sæti deildarinnar og á leik til góða.

Arsenal: Almunia, Sagna, Gallas, Vermaelen, Traore, Fabregas, Song Billong, Denilson, Nasri, Eduardo, Arshavin.
Varamenn: Fabianski, Rosicky, Vela, Walcott, Ramsey, Silvestre, Eboue.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Carvalho, Terry, Ashley Cole, Mikel, Essien, Lampard, Joe Cole, Anelka, Drogba.
Varamenn: Hilario, Ballack, Malouda, Zhirkov, Paulo Ferreira, Deco, Kalou.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert