Liverpool vann í dag 2:0 sigur á erikfjendum sínum í Everton á Goodison Park, heimavelli Everton. Með sigrinum komst Liverpool upp fyrir Manchester City og Aston Villa í 5. sæti deildarinnar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Everton er í 16. sæti deildarinnar með 15 stig.
Liverpool náði forystunni á 12. mínútu. Javier Mascherano skaut af 25 metra færi en á vítateigslínunni fór boltinn í Joseph Yobo varnarmann Everton og af honum í markið, 0:1. Liverpool bætti við öðru marki á 81. mínútu þegar Dirk Kuyt náði frákastinu eftir skot Alberts Riera og skoraði auðveldlega af stuttu færi.
Everton: Howard, Hibbert, Yobo, Distin, Baines, Pienaar, Heitinga, Fellaini, Biljaletdinov, Cahill, Jo.
Varamenn: Nash, Saha, Gosling, Yakubu, Neill, Coleman, Baxter.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Gerrard, Aurelio, Ngog.
Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Riera, Benayoun, Kyrgiakos, El Zhar, Skrtel.