Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, mun ræða á fundi á miðvikudaginn hvort hún verði beiðni Íra um að fá að taka þátt í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku í sumar. Írar hafa óskað eftir því að fá aukasæti og verða 33. þjóðin sem tekur þátt í keppninni en eins og frægt er töpuðu þeir einvígi gegn Frökkum um laust sæti á HM.
,,Írarnir vilja ekki að leikmaður eða dómari fái viðurlög en þeir hafa sent beiðni um að fá vera 33. þjóðin sem keppir á HM. Ég mun leggja þetta fyrir fund framkvæmdastjórnar FIFA og ég get ekki staðfest á þessu stigi hver niðurstaðan verður,“ sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, við fréttamenn í dag.