Kastaði myndavél að Frank Lampard

Frank Lampard fór greinilega í taugarnar á einhverjum í stúkunni …
Frank Lampard fór greinilega í taugarnar á einhverjum í stúkunni á Emirates. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið til athugunar atvik sem átti sér stað á Emirates leikvanginum í gær þegar Arsenal tók á móti Chelsea. Hlut, sem virtist vera lítil myndavél, var kastað að Frank Lampard, miðjumanni Chelsea.

Andre Marriner dómari gerði hlé á leiknum þegar atvikið átti sér stað og fjarlægði hlutinn, sem var kastað úr hópi stuðningsmanna Arsenal. Marriner skráði atvikið á skýrslu sína og hún er nú til skoðunar hjá knattspyrnusambandinu.

Ef sá sem kastaði hlutnum þekkist á upptökum öryggismyndavéla á Emirates má hann reikna með útilokun frá heimaleikjum Arsenal. Þar sem hluturinn hæfði ekki Lampard er talið ólíklegt að félagið hljóti þunga refsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert