Benítez: Vonsvikinn með úrslitin

Benítez var vonsvikinn með úrslitin á móti Blackburn.
Benítez var vonsvikinn með úrslitin á móti Blackburn. Reuters

him on.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool var vonsvikinn með úrslitin í leik sinna manna gegn Blackburn en liðin gerðu markalaust jafntefli á Ewood Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

,,Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik en eftir leikhléið vorum við töluvert betri. Við verðum að vinna leiki sem þessa þegar við erum með undirtökin. Mér finnst liðið vera að bæta sig en við vitum að við þurfum að gera betur,“ sagði Benítez, sem er vongóður um að geta teflt Fernando Torres fram í næstu viku þegar Liverpool kveður Meistaradeildinni á þessari leiktíð með leik á móti Fiorentina og stjórinn segir að Ítalinn Alberto Aquilani verði í byrjunarliðinu í þeim leik.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert