Stórsigur hjá United - Markalaust hjá Liverpool - Sigur hjá Arsenal

Andrei Arshavin fagnar marki sínu gegn Stoke í dag.
Andrei Arshavin fagnar marki sínu gegn Stoke í dag. Reuters

Manchester United fagnaði 4:0 sigri gegn West Ham á Upton Park í dag og með sigrinum minnkaði United forskot Chelsea niður í tvö stig. Paul Scholes, Darron Gibson, Antonio Valencia og Wayne Rooney gerðu mörk meistaranna. Arsenal lagði Stoke 2:0 með mörkum frá Andrei Arshavin og Aaron Ramsey en Liverpool varð að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Blackburn á Ewood Park.

West Ham - Man.Utd, bein lýsing

Gary Neville þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 32. mínútu. Michael Carrick leysir hann af hólmi og spilar í óvenjulegri stöðu, sem miðvörður.

0:1 (45.) Paul Scholes kemur meisturunum yfir með þrumskoti með vinstri fæti í uppbótartíma í fyrri hálfleik. United hefur stjórnað ferðinni mest allan tímann en lítið hefur verið um marktækifæri.

0:2 (61). Darron Gibson er sjóðheitur þessa dagana en írski miðjumaðurinn skoraði með þrumufleyg eftir góða sókn meistaranna. Gibson skoraði tvö mörk í sigrinum á Tottenham í deildabikarnum fyrr í vikunni.

0:3 (71). Gestirnir eru að tryggja sér góðan sigur í höfuðborginni. Ekvadorinn Antonio Valencia skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Anderson.

0:4 (72). Wayne Rooney skorar fjórða markið eftir glæsilega sókn meistaranna. 12. markið hjá Rooney á leiktíðinni í deildinni. Þetta er 3000. markið hjá Manchester United á útivelli.

Leiknum er lokið með sigri Manchester United, 4:0.

Blackburn - Liverpool, bein lýsing

Búið er flauta til leikhlés á Ewood Park. Fátt hefur verið um frína drætti og staðan markalaus.

Minnstu munaði að varamanninum David Ngog tækist að skora fyrsta markið á 72. mínútu en skot hans fór í slánna.

Leiknum er lokið, 0:0

Arsenal - Stoke, bein lýsing

Arsenal fékk vítapyrnu á 20. mínútu en Thomas Sörensen markvörður Stoke varði spyrnu Cesc Fabregas.

1:0 Rússinn Andrei Arshavin er búinn að koma Arsenal yfir á Emirates Stadium á 26. mínútu.

2:0 Aaron Ramsey er að innsigla sigur Arsenal en Walesverjinn skoraði annað mark Arsenal á 79. mínútu. Þetta var 7000. deildarmark Arsenal.

Leik lokið með sigri Arsenal, 2:0.

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann með Bolton sem tapaði fyrir Wolves á útivelli, 2:1. Johan Elmander skoraði mark Bolton undir lokin og minnkaði muninn.

Aston Villa vann öruggan sigurá Hull á Villa Park, 3:0. Richard Dunne, James Milner og John Carew úr vítaspyrnu settu mörkin fyrir Villa.

Birmingham vann góðan útisigur á Wigan, 3:2, þar sem Sebastian Larsson skoraði tvö af mörkum Birmingham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert