Tevéz tryggði City sigur á Chelsea

Emmanul Adebayor og Ricardo Carvalho takast hér í leik Manchester …
Emmanul Adebayor og Ricardo Carvalho takast hér í leik Manchester City og Chelsea. Reuters

Eftir jafntefli í sjö síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni tókst Manchester City loks að landa sigri og það gegn toppliði Chelsea. 2:1 urðu lokatölurnar á Manchester Stadium og forysta Chelsea í toppsætinu er nú aðeins 2 stig þar sem Manchester United lagði West Ham fyrr í dag, 4:0.

Emmanuel Adebayor varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Chelsea yfir á 8. mínútu. Tógómaðurinn bætti fyrir sjálfsmarkið þegar hann jafnaði metin á 36. mínútu með skoti af stuttu færi og Argentínumaðurinn Carlos Tevéz tryggði svo heimamönnum sigurinn þegar hann skoraði með lúmsku skoti beint úr aukaspyrnu á 56. mínútu leiksins.

Chelsea féll gullið tækifæri til að jafna metin á 83. mínútu. Liðið fékk þá vítaspyrnu þegar brotið var á Didier Drogba en Shay Given markvörður City gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Lampards. 

Chelsea hefur 36 stig í efsta sæti, Mancester United 34 og Arsenal 28. Manchester City komst með sigrinum upp fyrir Liverpool og er í sjötta sætinu með 25 stig.

Man.City - Chelsea bein lýsing


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert