Cole leikmaður ársins í London

Ashley Cole er í hópi bestu vinstri bakvarða í heiminum …
Ashley Cole er í hópi bestu vinstri bakvarða í heiminum um þessar mundir. Reuters

Ashley Cole, bakvörður Chelsea, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins 2009 í London af BBC. Þetta er sjötta árið í röð sem leikmaður Chelsea fær þessa viðurkenningu.

Cole hefur leikið frábærlega með Chelsea og enska landsliðinu allt þetta ár en hann er 28 ára gamall og fæddur og uppalinn í Austur-London. Hann kom til Chelsea frá Arsenal árið 2006.

Frank Lampard hlaut titilinn 2004, John Terry 2005, Joe Cole 2006, Didier Drogba 2007, Lampard aftur 2008 og nú er það Ashley Cole fyrir árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert