Hermann Hreiðarsson er í liði vikunnar hjá Eurosport og hjá BBC fyrir frammistöðu sína með Portsmouth í 2:0 sigri liðsins á Burnley á laugardaginn. Hermann skoraði fyrra mark Portsmouth í leiknum og fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Arune Dindane náði ekki að nýta.
Eurosport byggir val sitt á liði vikunnar á einkunnagjöf sex dagblaða á Englandi, The Sun, Daily Star, Daily Mirror, Daily Mail, The Times og Guardian.
Liðið er þannig, meðaleinkunn í sviga:
Markvörður:
Shay Given, Manchester City (9,0)
Varnarmenn:
Glenn Johnson, Liverpool (8,0)
Brede Hangeland, Fulham (7,6)
Christopher Samba, Blackburn (8,0)
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth (7,3)
Miðjumenn:
James Milner, Aston Villa (8,3)
Nigel de Jong, Man.City (8,3)
Gareth Barry, Man.City (9,0)
Sebastian Larsson, Birmingham (8,0)
Framherjar:
Bobby Zamora, Fulham (8,6)
Andrei Arshavin, Arsenal (8,0).
Hermann er einnig í liði vikunnar hjá BBC en liðið er þannig:
Markvörður:
Brad Friedel, Aston Villa
Varnarmenn:
Seamus Coleman, Everton
Richard Dunne, Aston Villa
Jody Craddock, Wolves
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Miðjumenn:
Sebastian Larsson, Birmingham
James Milner, Aston Villa
Paul Scholes, Manchester United
Ryan Giggs, Manchester United
Framherjar:
Emmanuel Adebayor, Manchester City
Carlos Tevéz, Manchester City