Vidic ekki með gegn Wolfsburg

Nemanja Vidic, Serbinn öflugi í liði Manchester United.
Nemanja Vidic, Serbinn öflugi í liði Manchester United. Reuters

Nemanja Vidic verður ekki með Englandsmeisturum Manchester United þegar þeir mæta Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vidic hefur ekki náð sér af flensu en hann var fjarri góðu gamni í leiknum gegn West Ham á laugardaginn af þeim sökum.

Mikil meiðsli herja á varnarmenn United. Rio Ferdinand, John O'Shea, Jonny Evans, brasilísku tvíburabræðurnir Fabio og Rafael eru allir á sjúkralistanum og þá meiddust Gary Neville og Wess Brown í leiknum á móti West Ham.

Michael Carrick kom í miðvarðartöðuna á móti West Ham og líklegt er hann verði í þeirri stöðu gegn Wolfsburg og Darren Fletcher sem hægri bakvörður líkt og hann gerði á móti West Ham.

United þarf á stigi að halda til verða í efsta sæti riðilsins en takist Wolfsburg að sigra vinnur þýska liðið riðilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert