Barcelona sigraði - Liverpool tapaði

Lionel Messi skoraði glæsimark fyrir Barcelona beint úr aukaspyrnu í …
Lionel Messi skoraði glæsimark fyrir Barcelona beint úr aukaspyrnu í Kiev og er hér á fullri ferð í leiknum. Reuters

Barcelona, Inter Mílanó, Olympiakos Pireus og Stuttgart kræktu í fjögur síðustu sætin sem í boði voru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þessi fjögur lið unnu leiki sína í kvöld.

E-RIÐILL:

Fiorentina og Lyon höfðu þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og Liverpool fer í Evrópudeild UEFA. Lyon fór hamförum gegn Debrecen og Alberto Gilardino tryggði Fiorentina sigur  gegn Liverpool á Anfield, 2:1, með marki í uppbótartíma.

Lyon - Debrecen 4:0 (Gomis 25., Bastos 45., Pjanic 59., Cissokho 77.) LEIK LOKIÐ
Liverpool - Fiorentina 1:2 (Benayoun 43. - Jörgensen 63., Gilardino 90.) LEIK LOKIÐ

Fiorentina 15 stig, Lyon 13, Liverpool 7, Debrecen 0.

F-RIÐILL:

Mesta spennan var í F-riðli þar sem öll fjögur liðin gátu komist áfram. Barcelona knúði fram sigur á Dynamo í Kiev með glæsimarki frá Lionel Messi, beint úr aukaspyrnu á 86. mínútu. Inter lagði Rubin Kazan og náði öðru sætinu.

Inter Mílanó - Rubin Kazan 2:0 (Eto'o 31., Balotelli 64.) LEIK LOKIÐ
Dynamo Kiev - Barcelona 1:2 (Milevskiy 2. - Xavi 33., Messi 86.) LEIK LOKIÐ

Barcelona 11 stig, Inter Mílanó 9, Rubin Kazan 6, Dynamo Kiev 5.

G-RIÐILL:

Sevilla var þegar komið áfram og innsiglaði sigur í riðlinum með því að leggja Rangers, 1:0. Stuttgart vann rúmenska liðið Unirea 3:1 í hreinum úrslitaleik um annað sætið, og þýska liðið var komið í 3:0 eftir aðeins 11 mínútna leik.

Stuttgart - Unirea 3:1 (Marica 5., Träsch 8., Pogrebnyak 11. - Semedo 46.) LEIK LOKIÐ
Sevilla - Rangers 1:0 (Kanouté 8.(v)) LEIK LOKIÐ

Sevilla 13 stig, Stuttgart 9, Unirea 8, Rangers 2.

H-RIÐILL:

Arsenal hafði þegar unnið riðilinn og sendi varalið sitt til Grikklands. Olympiakos þurfti stig til að gulltryggja sig áfram og náði að leggja Arsenal, 1:0. Mikil dramatík var í úrslitaleiknum um þriðja sætið þar sem Standard Liege komst í Evrópudeild UEFA með því að jafna gegn AZ Alkmaar, 1:1, í uppbótartíma. Það var markvörður Standard, Sinan Bolat, sem jafnað metin með skalla eftir aukaspyrnu!

Standard Liege - AZ Alkmaar 1:1 (Bolat 90. - Lens 42.) LEIK LOKIÐ
Olympiakos Pireus - Arsenal 1:0 (Leonardo 47.) LEIK LOKIÐ

Arsenal 13 stig, Olympiakos 10, Standard Liege 5, AZ Alkmaar 4.

Liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara í 32ja liða úrslitin í Evrópudeild UEFA.

Þessi 16 lið fara áfram í Meistaradeild Evrópu:
Bordeaux
Bayern München
Manchester United
CSKA Moskva
Real Madríd
AC Milan
Chelsea
Porto
Fiorentina
Lyon
Barcelona
Inter Mílanó
Sevilla
Stuttgart
Arsenal
Olympiakos Pireus

Leikmenn Inter fagna eftir að Mario Balotelli kom þeim í …
Leikmenn Inter fagna eftir að Mario Balotelli kom þeim í 2:0 gegn Rubin Kazan. Reuters
Leikmenn Liverpool fagna Yossi Benayoun eftir að hann kom liðinu …
Leikmenn Liverpool fagna Yossi Benayoun eftir að hann kom liðinu yfir gegn Fiorentina. Reuters
Alexandre Song hjá Arsenal (17) sækir að Antonis Nikopolidis markverði …
Alexandre Song hjá Arsenal (17) sækir að Antonis Nikopolidis markverði Olympiakos í leik liðanna í Grikklandi í kvöld. Reuters
Ciprian Marica fagnar ásamt Aliaksandr Hleb eftir að hafa komið …
Ciprian Marica fagnar ásamt Aliaksandr Hleb eftir að hafa komið Stuttgart í 1:0 gegn Unirea. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert