Barcelona, Inter Mílanó, Olympiakos Pireus og Stuttgart kræktu í fjögur síðustu sætin sem í boði voru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þessi fjögur lið unnu leiki sína í kvöld.
E-RIÐILL:
Fiorentina og Lyon höfðu þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og Liverpool fer í Evrópudeild UEFA. Lyon fór hamförum gegn Debrecen og Alberto Gilardino tryggði Fiorentina sigur gegn Liverpool á Anfield, 2:1, með marki í uppbótartíma.
Lyon - Debrecen 4:0 (Gomis 25., Bastos 45., Pjanic 59., Cissokho 77.) LEIK LOKIÐ
Liverpool - Fiorentina 1:2 (Benayoun 43. - Jörgensen 63., Gilardino 90.) LEIK LOKIÐ
Fiorentina 15 stig, Lyon 13, Liverpool 7, Debrecen 0.
F-RIÐILL:
Mesta spennan var í F-riðli þar sem öll fjögur liðin gátu komist áfram. Barcelona knúði fram sigur á Dynamo í Kiev með glæsimarki frá Lionel Messi, beint úr aukaspyrnu á 86. mínútu. Inter lagði Rubin Kazan og náði öðru sætinu.
Inter Mílanó - Rubin Kazan 2:0 (Eto'o 31., Balotelli 64.) LEIK LOKIÐ
Dynamo Kiev - Barcelona 1:2 (Milevskiy 2. - Xavi 33., Messi 86.) LEIK LOKIÐ
Barcelona 11 stig, Inter Mílanó 9, Rubin Kazan 6, Dynamo Kiev 5.
G-RIÐILL:
Sevilla var þegar komið áfram og innsiglaði sigur í riðlinum með því að leggja Rangers, 1:0. Stuttgart vann rúmenska liðið Unirea 3:1 í hreinum úrslitaleik um annað sætið, og þýska liðið var komið í 3:0 eftir aðeins 11 mínútna leik.
Stuttgart - Unirea 3:1 (Marica 5., Träsch 8., Pogrebnyak 11. - Semedo 46.) LEIK LOKIÐ
Sevilla - Rangers 1:0 (Kanouté 8.(v)) LEIK LOKIÐ
Sevilla 13 stig, Stuttgart 9, Unirea 8, Rangers 2.
H-RIÐILL:
Arsenal hafði þegar unnið riðilinn og sendi varalið sitt til Grikklands. Olympiakos þurfti stig til að gulltryggja sig áfram og náði að leggja Arsenal, 1:0. Mikil dramatík var í úrslitaleiknum um þriðja sætið þar sem Standard Liege komst í Evrópudeild UEFA með því að jafna gegn AZ Alkmaar, 1:1, í uppbótartíma. Það var markvörður Standard, Sinan Bolat, sem jafnað metin með skalla eftir aukaspyrnu!
Standard Liege - AZ Alkmaar 1:1 (Bolat 90. - Lens 42.) LEIK LOKIÐ
Olympiakos Pireus - Arsenal 1:0 (Leonardo 47.) LEIK LOKIÐ
Arsenal 13 stig, Olympiakos 10, Standard Liege 5, AZ Alkmaar 4.
Liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara í 32ja liða úrslitin í Evrópudeild UEFA.
Þessi 16 lið fara áfram í Meistaradeild Evrópu:
Bordeaux
Bayern München
Manchester United
CSKA Moskva
Real Madríd
AC Milan
Chelsea
Porto
Fiorentina
Lyon
Barcelona
Inter Mílanó
Sevilla
Stuttgart
Arsenal
Olympiakos Pireus