Sir Alex: Ben Foster fer hvergi

Ben Foster markvörður Manchester United.
Ben Foster markvörður Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson sagði á vikulegum fundi með fréttamönnum á Old Trafford í dag að markvörðurinn Ben Foster færi hvergi en fregnir hafa borist að því síðustu vikurnar að Foster yrði lánaður til annars liðs til að auka möguleika hans á að komast í enska landsliðshópinn sem leikur á HM.

Foster hefur verið orðaður við Sunderland og Tottenham en hann hóf tímabilið á milli stanganna hjá meisturunum á meðan Edwin van der Sar var að jafna sig af handarbroti. Nú er Foster hins vegar kominn fyrir aftan Pólverjann Tomasz Kuszczak í goggunarröðinni en Kuszczak hefur leikið sérlega vel í síðustu leikjum í fjarveru Van der Sar.

,,Ekkert mun gerast með Ben. Hann er hér og hér mun hann verða,“ sagði Ferguson.

Van der Sar verður ekki klar í slaginn gegn Aston Villa á morgun og því er næsta víst eins og maðurinn sagði að Kuszczak verji markið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert