Arsenal snéri taflinu við á Anfield

Alexander Song og félagar í Arsenal höfðu betur í dag.
Alexander Song og félagar í Arsenal höfðu betur í dag. Reuters

Arsenal vann í dag 2:1 sigur á Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dirk Kuyt kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Arsenal snéri taflinu við í þeim seinni með sjálfsmarki Glen Johnson og marki frá Andrei Arshavin. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Með sigrinum komst Arsenal í þriðja sæti deildarinnar en liðið er þremur stigum á eftir Manchester United og á leik til góða. Liverpool er hins vegar í 7. sæti með 24 stig, sjö stigum minna en Arsenal.

Dirk Kuyt kom Liverpool yfir á 41. mín. þegar hann skoraði með skoti úr teignum eftir að Manuel Almunia hafði mistekist að slá boltann almennilega frá marki Arsenal.

Staðan í hálfleik var því 1:0 en á 50. mínútu átti Samir Nasri fyrirgjöf frá hægri inn í vítateig Liverpool þar sem Glen Johnson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, 1:1. Andrei Arshavin kom Arsenal svo yfir á 58. mínútu með glæsilegu marki en hann þrumaði boltanum utarlega úr teignum ofarlega í vinstri markstöngina og inn, 2:1.

Bein lýsing.

Lið Liverpool: Pepe Reina - Glen Johnson, Jamie Carragher, Daniel Agger, Fabio Aurelio - Dirk Kuyt, Javier Mascherano, Lucas Leiva, Yossi Benayoun - Steven Gerrard, Fernando Torres.
Varamenn:
Alberto Aquilani, Andrea Dossena, Philipp Degen, Martin Skrtel, Diego Cavalieri, David Ngog, Emiliano Insua.

Lið Arsenal: Manuel Almunia - Bacary Sagna, William Gallas, Thomas Vermaelen, Armand Traore - Denilson, Alexandre Song, Cesc Fábregas - Theo Walcott, Andrei Arshavin, Samir Nasri.
Varamenn:
Mikael Silvestre, Eduardo, Abou Diaby, Carlos Vela, Lukasz Fabianski, Aaron Ramsey, Jack Wilshere.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert