Úlfarnir krafnir skýringa á liðsvalinu

Mick McCarthy er gagnrýndur fyrir liðsval sitt í gær.
Mick McCarthy er gagnrýndur fyrir liðsval sitt í gær. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur sent Wolves bréf og óskað eftir skýringum á því hvers vegna knattspyrnustjórinn Mick McCarthy mætti nánast með varalið til leiks gegn Manchester United í úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Samkvæmt reglum úrvalsdeildarinnar eiga lið að mæta fullskipuð til leiks í alla leiki í deildinni.

McCarthy varði þessa ákvörðun sína eftir leikinn og sagðist hafa hvílt 10 leikmenn til að forðast meiðsli, þeir hefðu allir verið tæpir eftir mjög erfiðan leik gegn Tottenham á laugardaginn.

Stuðningsmenn Wolves sem fylgdu liðinu á Old Trafford í gærkvöld voru afar óhressir og létu óánægju sína óspart í ljós á meðan leikurinn stóð yfir.

Manchester United vann leikinn fremur auðveldlega, 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert