Everton tapaði í kvöld fyrir BATE Borisov á heimavelli, 0:1, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu. Alexander Yurevich skoraði mark Hvít-Rússana á 75. mínútu en BATE Borisov ætti að vera íslenskum knattspyrnuáhugamönnum kunnugt því liðið hefur á síðustu árum mætt bæði FH og Val í Evrópukeppninni.
Everton tefldi fram hálfgerðu varaliði enda var liðið búið að tryggja sér þátttökurétt í 32-liða úrslitunum fyrir leikinn í kvöld. Tvö ensk lið verða í pottinum á morgun þegar dregið verður til 32-liða úrslitanna en auk Everton verður það Fulham.