Hermann: „Gaman að ná þessu meti“

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Morgunblaðið/ Kristinn

,,Það er gaman að ná þessu meti og ekki verra að vera með þetta í ferilsskránni. Leikirnir hrannast upp hjá manni og árin líka og þetta er sú deild sem maður fylgdist mikið með þegar maður var gutti og sú deild sem ég vildi helst spila í.

Mig óraði ekki fyrir því þegar ég spilaði fyrsta leikinn að eiga eftir að spila á fjórða hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni en gamla klisjan er sú sama. Maður tekur einn leik í einu, reynir að standa sig vel og halda sér í liðinu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson við Morgunblaðið í gær en hann náði þeim áfanga í leiknum gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrrakvöld að vera orðinn leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 319 leiki.

Hann komst þar með uppfyrir Finnann Sami Hyypia sem spilað 318 leiki fyrir England en í þriðja sætinu er danski markvörðurinn Thomas Sörensen hjá Stoke með 316 leiki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka