Benítez stefnir á að vinna næsta leik

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi ekki ræða um hvort hann væri orðinn valtur í sessi eftir að hans menn töpuðu fyrir Portsmouth, 2:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á útivelli í dag. „Ég hugsa bara um að vinna næsta leik," sagði Benítez inntur eftir framtíð sinni hjá félaginu.

„Mér fannst við mætast sterkir til leiks í dag en  brottvísun Javier Mascherano breytti öllu," sagði Benítez ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert