Hughes rekinn og Mancini tekur við

Roberto Mancini er tekinn við stjórastöðunni hjá Manchester City.
Roberto Mancini er tekinn við stjórastöðunni hjá Manchester City. Reuters

Mark Hughes knattspyrnustjóra Manchester City var sagt upp störfum hjá félaginu í kvöld og Ítalinn Roberto Mancini var ráðinn í hans stað. Forráðamenn Manchester-liðsins staðfestu þetta nú í kvöld en orðrómur hefur verið í gangi síðustu daga að Hughes kynni að missa starf sitt.

Manchester City lagði Sunderland í dag, 4:3, en það breytti engu fyrir Hughes. City-liðið er í sjötta sæti deildarinnar en miklu var kostað til hjá félaginu í sumar og margir leikmenn keyptir fyrir fúlgufjár. City hefur aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni en liðið hefur gert átta jafntefli og hefur aðeins náð að vinna tvo af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni.

Brian Kidd, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og stjóri Blackburn um tíma, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Mancini, sem stýrir liði City í fyrsta sinn á öðrum degi jóla þegar liðið mætir Stoke.

Hughes tók við stjórastöðunni af Sven Göran Eriksson í júní 2008. Walesverjinn, sem er 46 ára gamall, var við stjórvölinn hjá welska landsliðinu og Blackburn áður en hann kom til City. Hann stýrði City í 77 leikjum í úrvalsdeildinni. Liðið vann 35 þeirra, tapaði 25 og gerði 16 jafntefli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Gísli Foster Hjartarson: N 1
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert