Portsmouth skellti Liverpool á Fratton Park

Nadir Belhadj kemur hér Portsmouth í 1:0.
Nadir Belhadj kemur hér Portsmouth í 1:0. Reuters

Portsmouth vann sinn fjórða sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar liðið vann góðan sigur á Liverpool, 2:0, á heimavelli sínum, Fratton Park. Nadir Belhadj og Frederic Piquionne skoruðu mörk heimamanna í sitt hvorum hálfleik.

Portsmouth er þrátt fyrir tapið í botnsætinu með 14 stig eins og West Ham en Liverpool er í sjötta sætinu með 27 stig en þetta var sjöundi tapleikur Liverpool í deildinni.Gestirnir léku manni færri í tæpar 40 mínútur en undir lok fyrri hálfleiks fékk Arentínumaðurinn Javier Mascherano að líta rauða spjaldið fyrir brot.

Hermann Hreiðarsson stóð fyrir sínu í vörn Portsmouth en Eyjamaðurinn öflugi lék í dag sinn 320. leik í ensku úrvalsdeildinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka