Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal og Mark Hughes fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City voru ekki bestu vinir en Wenger segir leitt að sjá á eftir Hughes sem var rekinn frá störfum eftir sigurleikinn gegn Sunderland í gær.
,,Það er mjög leiðinlegt í hvert skipti sem knattspyrnustjóri missir starf sitt. Ég er mjög leiður því ég veit hversu mikil vinna er á bakvið svona vinnu. Við trúum allir á þolinmæðina hvað faglega hlutann varðar en hvað hinn hlutann varðar er ekki sama uppi á teningnum.
Það er erfitt fyrir mig meta stöðuna hjá öðru félagi en að Mark Hughes hafi misst starf sitt þykir mér mjög leitt,“ segir Wenger í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph en Wenger og Hughes lentu í orðaskaki þegar lið þeirra áttust við í deildabikarnum í síðasta mánuði og vildi Wenger ekki taka í hönd Hughes eftir leikinn.