Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano getur ekki æft með Liverpool næstu vikurnar vegna meiðsla á hné sem hann hlaut í leiknum gegn Portsmouth á laugardaginn. Mascherano varð fyrir meiðslunum þegar hann tæklaði leikmann Portsmouth undir lok fyrri hálfleiks og var hann rekinn af velli fyrir brotið.
Mascherano þarf að afplána fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins og missir hann af leikjunum gegn Wolves, Aston Villa og Tottenham í deildinni og gegn Reading í bikarnum. Á meðan getur Argentínumaðurinn jafnað sig hnémeiðslunum.