Leikmenn Liverpool koma nú hver á eftir öðrum og lýsa yfir stuðningi við knattspyrnustjórann Rafael Benítez. Nú er það fyrirliðinn Steven Gerrard sem segir að skella eigi skuldunni á leikmenn Liverpool fyrir slakt gengi á tímabilinu.
Liverpool er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildinnar og tókst ekki að tryggja sér keppnisrétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeild UEFA.
,,Leikmenn og knattspyrnustjórinn eru allir saman. Auðvitað ber stjórinn ábyrgð á liðinu en við erum allir ábyrgir. Við leikmenn getum ekki skorast undan henni. Staðreyndin er sú að við leikmennirnir höfum ekki staðið okkur nógu vel. Við verðum að taka okkur taki og rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það er í,“ segir Gerrard.
,,Benítez er frábær knattspyrnustjóri og ég veit að hann mun reyna að gera titt besta og leggja jafnvel harðar að sér til reyna að gera betur.“