Gerrard: Höfðum trú á sjálfum okkur

Steven Gerrard kemur Liverpool yfir með föstum skalla...
Steven Gerrard kemur Liverpool yfir með föstum skalla... Reuters

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að leikmenn liðsins hefðu alltaf haft trú á því að þeir myndu leggja Wolves að velli í dag og það hefði fleytt þeim yfir erfiðustu hjallana í leiknum. Gerrard braut loks ísinn fyrir Liverpool með glæsilegu skallamarki eftir rúman klukkutíma og lokatölur urðu 2:0.

„Úlfarnir mættu mjög skipulagðir til leiks og það var ljóst frá byrjun að það yrði erfitt að brjóta þá niður. Þetta snerist allt um að bíða eftir rétta tækifærinu. Við vorum taugaóstyrkir á köflum og áhorfendur voru stundum ekki sáttir við okkur. En við vissum að ef við hefðum trú á sjálfum okkur myndi þetta hafast, og það gekk eftir," sagði Gerrard við ESPN eftir leikinn.

„Þegar erfiðlega gengur að ná fram góðum úrslitum má alltaf búast við því að það hafi áhrif á sjálfstraustið. En við ætlum að komast yfir það, leikmenn okkar eru sárir yfir slæmu gengi, en ef við sýnum sama hugarfar og í dag munum við komast þangað sem við viljum vera," sagði Gerrard.

Liverpool náði ekki að skora fyrr en eftir að Úlfarnir voru orðnir manni færri í seinni hálfleiknum en Stephen Ward var rekinn af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald.

... og fagnar markinu.
... og fagnar markinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert