Liverpool lagði Wolves, 2:0

Emiliano Insua og Steven Gerrard hjá Liverpool í baráttu við …
Emiliano Insua og Steven Gerrard hjá Liverpool í baráttu við Richard Stearman hjá Wolves í leiknum í kvöld. Reuters

Liverpool lagði Wolves að velli, 2:0, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á Anfield. Liverpool lyfti sér þar með uppí 7. sætið með 30 stig en Úlfarnir sitja nú í 15. sæti deildarinnar með 19 stig.

Staðan var markalaus í hálfleik en hagur Liverpool vænkaðist á 53. mínútu þegar Stephen Ward fékk sitt annað gula spjald á fimm mínútum og þar með rautt og Úlfarnir því orðnir manni færri. Dómari leiksins, Andre Marriner, gaf reyndar röngum leikmanni gult spjald fyrst en áttaði sig eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara.

Steven Gerrard kom Liverpool loks yfir á 62. mínútu með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Emiliano Insua.

Yossi Benayoun bætti við marki fyrir Liverpool, 2:0, á 70. mínútu. Hann slapp inní vítateiginn hægra megin og sendi boltann upp í þaknetið.

Byrjunarlið Liverpool: Pepe Reina - Glen Johnson, Jamie Carragher, Daniel Agger, Emiliano Insua - Yossi Benayoun, Alberto Aquilani, Lucas Leiva, Fabio Aurelio - Steven Gerrard, Fernando Torres.
Varamenn: Dirk Kuyt, Martin Skrtel, Diego Cavalieri, David Ngog, Stephen Darby, Dani Pacheco, Jay Spearing.

Byrjunarlið Wolves: Marcus Hahnemann - Richard Stearman, Jody Craddock, Christophe Berra, Stephen Ward - Kevin Foley, Karl Henry, Nenad Milijas, Matthew Jarvis - Kevin Doyle, Sylvan Ebanks-Blake.
Varamenn: Chris Iwelumo, Michael Mancienne, Andrew Surman, George Elokobi, Wayne Hennessey, Stefan Maierhofer, Segundo Castillo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka