Wenger vill innköstin burt

Arsene Wenger telur innköst veita sumum liðum ósanngjant forskot.
Arsene Wenger telur innköst veita sumum liðum ósanngjant forskot. NIGEL RODDIS

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að innköst ættu að heyra sögunni til. Sá franski vill heldur sjá innspörk, og telur að það myndi þjóna flæði leiksins betur. Wenger líst lítt vel á að lið á borð við Stoke nýti sér innköst til að setja þrýsting á andstæðinga sína.

Í leik Stoke og Arsenal á sínum tíma skiluðu tvö löng innköst leikmanns Stoke, Rory Delap, liðinu tveimur mörkum. En Stoke vann leikinn 2:1. Þetta sagði Wenger í samtali við vefsíðu Arsenal.

Wenger telur nú að breyta eigi reglum um innköst: „Ég sé fyrir mér innspörk, leikurinn myndi flæða hraðar. Hvers vegna ekki?“

Stjórinn franski telur að sá ávinningur sem sum lið hafa vegna kastlangra leikmanna sé ósanngjarn: „Fyrir mann eins og Rory Delap er þetta eins og að sparka. Þetta er ósanngjarnt forskot, þar sem þarna er ekki um að ræða styrkleika sem gagnast vanalega við knattspyrnuiðkun,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert