José Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea sem nú er við stjórnvölinn hjá Inter Mílanó, hafnaði því að taka við liði Manchester City áður en enska félagið leitaði til Robertos Mancini.
Þetta fullyrðir Mail on Sunday í dag og hefur eftir Mourinho að hann sé og verði stjóri Inter til ársins 2012, eins og samningur hans geri ráð fyrir.
Blaðið fullyrðir jafnframt að það sé bara hálf sagan hjá Portúgalanum sem sé ekki bara að sýna Inter hollustu, heldur ætli hann að bíða þess í rólegheitum að Alex Ferguson hætti störfum hjá Manchester United.