Birmingham jafnaði 101 árs gamalt félagsmet

Alex McLeish er að gera góða hluti með liði Birmingham.
Alex McLeish er að gera góða hluti með liði Birmingham. Reuters

Birmingham er svo sannarlega eitt heitasta liðið í ensku úrvaldeildinni um þessar mundir. Nýliðarnir lögðu Stoke að velli, 1:0, á Britannia í dag og hafa nú spilað 11 leiki í röð án ósigurs sem er jöfnum á 101 árs gömlu félagsmeti. Cameron Jerome skoraði sigurmarkið og með sigrinum komst Birmingham upp fyrir Liverpool í 7. sæti deildarinnar.

,,Að hafa spilað alla þessa leiki án ósigurs er frábært afrek og við náðum í dýrmæt þrjú stig í dag. Við verðum að tryggja okkur nægilega mörg stig til að halda sæti okkar, allt umfram það er bara bónus. Ég sá einbeitinguna skína út úr andlitum minna manna í dag og ég er virkilega stoltur af liði mínu,“ sagði Alex McLeish knattspyrnustjóri Birmingham.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert