Fyrsti útisigur City í átta leikjum

Carlos Tevez fagnar fyrra marki sínu á Molineux Stadium í …
Carlos Tevez fagnar fyrra marki sínu á Molineux Stadium í kvöld. Reuters

Manchester City vann sinn fyrsta útisigur í átta leikjum þegar liðið sigraði nýliða Wolves, 3:0, á Molineux Stadium, heimavelli Úlfanna í kvöld. Manchester City hafði ekki fagnað útisigri í úrvalsdeildinni frá því liðið hafði betur gegn Portsmouth í ágúst og hefur nú liðið unnið báða leiki sína undir stjórn Roberto Mancini.

Argentínumaðurinn Carlos Tevéz skoraði tvö af mörkum Manchester City og Javier Garrido skoraði eitt, beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigsins.

Manchester City er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eins og Aston Villa sem hefur betri markatölu í fimmta sætinu. Wolves er í 16. sætinu með 19 stig.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert