Malky Mackay knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Watford vonast til að halda Heiðari Helgusyni áfram í herbúðum liðsins. Heiðar er í láni hjá félaginu frá QPR en lánssamningurinn rennur út í dag.
,,Heiðar hefur haft mikil áhrif á leik okkar og ég held að hann njóti þess að vera hjá félaginu og ég veit að stuðningsmenn okkar er mjög ánægðir með hann. Við höfum átt viðræður við QPR um að framlengja lánssamninginn og vonandi gengur það upp,“ segir MacKay í viðtali við enska blaðið Watford Observer í dag.
Heiðar verður í eldlínunni með Watford í dag en þá mætir liðið Bristol City á útivelli í ensku 1. deildinni.