Enska knattspyrnufélagið Reading segir frá því á vef sínum að nú sé nánast frágengið að Gunnar Heiðar Þorvaldsson komi til félagsins frá Esbjerg í Danmörku um áramótin.
Hann hafi æft með liðinu að undanförnu, eigi aðeins eftir að skrifa undir og verði löglegur með liðinu frá og með mánudeginum næsta, 4. janúar.
„Samkomulag við Gunnar er nánast í höfn. Hann hefur æft með okkur um skeið og staðið sig vel, og hann mun gefa liðinu fleiri möguleika en áður," sagði Nicky Hammond framkvæmdastjóri á vef Reading.