Chelsea orðið skuldlaust

Roman Abramovich er eigandi Chelsea og hefur veitt gífurlegum fjármunum …
Roman Abramovich er eigandi Chelsea og hefur veitt gífurlegum fjármunum til félagsins. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Chelsea tilkynnti í dag að það væri orðið skuldlaust í kjölfar þess að lánum sem eigandinn Roman Abramovich hefur veitt því, hafi verið breytt í hlutafé. Upphæðin nemur tæplega 70 milljónum punda og lánin voru vaxtalaus.

Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að þar með muni félagið uppfylla öll skilyrði varðandi rekstur knattspyrnufélaga sem settar kunni að verða.

Michel Platini, forseti UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, hefur lagt til að félögum verði meinaður aðgangur að Meistaradeild Evrópu frá og með árinu 2012 ef þau séu ekki með skuldlausan rekstur á þeim sviðum sem snúa að knattspyrnunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert