Gary Megson hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, sem Grétar Rafn Steinsson leikur með. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Bolton á yfirstandandi leiktíð og er liðið í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig að loknum 18 leikjum. Óvíst er hver tekur við af Megson.
Síðasti leikur Bolton undir stjórn Megson var í gærkvöldi gegn Hull. Þá misstu leikmenn liðsins niður tveggja marka forskot niður í jafntefli, 2:2, á heimavelli. Í leikslok var baulað á leikmennina og Megson og veifað var spjöldum með áletruninni: „Megson must go", eða „Megson verður að fara".
Megson tók við knattspyrnustjórn hjá Bolton í október 2007.
Á meðan forsvarsmenn Bolton leita að eftirmanni Megson munu Christ Evans, aðstoðar knattspyrnustjóri og aðalþjálfarinn Steve Wigley halda um stjórnvölin.