Megson rekinn frá Bolton

Gary Megson knattspyrnustjóri Bolton.
Gary Megson knattspyrnustjóri Bolton. Reuters

Gary Megson hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, sem Grétar Rafn Steinsson leikur með. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Bolton á yfirstandandi leiktíð og er liðið í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig að loknum 18 leikjum. Óvíst er hver tekur við af Megson.

Síðasti leikur Bolton undir stjórn Megson var í gærkvöldi gegn Hull. Þá misstu leikmenn liðsins niður tveggja marka forskot niður í jafntefli, 2:2, á heimavelli. Í leikslok var baulað á leikmennina og Megson og veifað var spjöldum með áletruninni: „Megson must go", eða „Megson verður að fara".

Megson tók við knattspyrnustjórn hjá Bolton í október 2007.

Á meðan forsvarsmenn Bolton leita að eftirmanni Megson munu Christ Evans, aðstoðar knattspyrnustjóri og aðalþjálfarinn  Steve Wigley halda um stjórnvölin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert