Blackburn sagt vera á höttunum eftir Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiður Smári Guðjohnsen er í sigtinu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn að því er fram kemur í netútgáfu breska blaðsins News of the World í kvöld. Eiður er sem kunnugt er á mála hjá Mónakó en hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og hefur verið valinn í 18 manna hóp liðsins í undanförnum þremur leikjum.

Sam Allardyce knattspyrnustjóri Blackburn þekkir ágætlega til Eiðs Smára en Eiður lék undir hans stjórn hjá Bolton fyrir áratug og átti þar góðu gengi að fagna. Blackburn mun að öllum líkindum selja Suður-Afríkumanninn Benni McCarthy í þessum mánuði og enska blaðið greinir frá því að það vonist til að fá 2 milljónir punda fyrir McCarthy sem það geti notað til að semja við Eið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert