Jafntefli í Íslendingaslagnum

Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson Eggert Jóhannesson

Íslendingaslag Portsmouth og Coventry í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu lauk með 1:1 jafntefli en liðin áttust við á Fratton Park, heimavelli Portsmouth. Liðin verða því að mætast aftur á heimavelli Coventry. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann fyrir Portsmouth og það gerði líka Aron Einar Gunnarsson fyrir Coventry.

David Bell kom Coventry yfir á 30. mínútu en Kevin Prince Boateng jafnaði fyrir úrvalsdeildarliðið á 45. mínútu.

Kári Árnason lék allan tímann í vörn Plymouth sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Newcastle.

Emil Hallfreðsson og félagar hans í Barnsley eru úr leik í bikarnum en liðið tapaði fyrir Scunthorpe á útivelli, 1:0. Emil lék allan tímann.

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton sem sigraði 3. deildarliðið Lincoln, 4:0, en öll mörkin komu í seinni hálfleik. Lee, Cahill, Davis og sjálfsmark gerðu mörkin fyrir Bolton.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Burnsley sem lagði MK Dons á útivelli, 2:1. Graham Alexander og Steven Fletcher gerðu mörkin fyrir Burnley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert