Fjölmargir leikir fara fram í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Mörg Íslendingalið verða á ferðinni í dag og þá mæta úrvalsdeildarliðin til leiks og meðal þeirra sem verða í eldlínunni í dag er Liverpool en það sækir Íslendingaliðið Reading heim.
Mikil eftirvænting er í herbúðum Reading fyrir leikinn á móti Liverpool og fyrir nokkru er uppselt á Madejski leikvanginn. Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verða líklega allir í byrjunarliði Reading og Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hefur gefið það í ljós að hann muni tefla fram sterku liði gegn 1. deildarliðinu í dag.
Meðal leikja í bikarnum í dag eru:
15.00 Aston Villa - Blackburn
15.00 Bolton - Lincoln
15.00 Middlesbrough - Man City
15.00 MK Dons - Burnley
15.00 Plymouth - Newcastle
15.00 Portsmouth - Coventry
15.00 Scunthorpe - Barnsley
15.00 Tottenham - Peterborough
17.15 Reading - Liverpool